Tuesday, November 30, 2004

Eitt búið, tvö eftir!

Tók íslensku prófið á mánudaginn, gekk bara nokkuð vel! Allavegana næ ég það er víst! Er að læra núna fyrir sálfræði prófið á morgun. Gengur bara vel, þó að ég sé að hanga á netinu núna :)

Guðrún kemur núna heim þann 17.des og verður í næstum í heilan mánuð!! :) Vei!!
Það er nokkuð nett!

Er samt ekki búin að fá svar frá skólanum úti! Maður verður víst að bíða og vona.

Annars er ekkert að frétta..............

Saturday, November 27, 2004

Próf

Jæja þá eru prófin kominn á fullt, fer í leiðinda íslensku próf núna á mánudaginn, er að fara að hella mér í þann pakka.

Gossi Coolmaster átti afmæli núna á fimmtudaginn, hann og Gústi fóru á djammið til að fagna, fékk mjög skemmtileg skilaboð á talhólfið mitt þar sem gauranir voru blindfullir á einhverjum klúbb í Amsterdam, svo var Gossi ekki viss hvort hann hefði hringt í mig. Þeir hringdu víst í ALLA. Ég samdi lag handa Gossa í afmælisgjöf með gullfallegum engla söng af minni hálfu. :)

Ætla að fara að læra um íslenkska bókmenntasögu og ljóðgreiningu...........boring?!?

Wednesday, November 24, 2004

Myndir komnar inn!

Henti inn myndum frá Dimmission, þá á eftir að bættast við fleiri myndir í það albúm. Smellið bara á Myndir hér til hliðar, þurfið bara kunna þrjá stafi til að komast inn, gas.

Var að koma úr spænsku prófinu! úfff, gekk þokkalega, held ég. Krosslegg fingur og vona það besta.

Það er nú ekkert meira að frétta af kallinum, nema að prófin byrja í næstu viku! Læra,læra, lærar, spila á gítar, læra, læra, læra, sem sagt næstum bara lærdómur framundan :)

Skoðið myndinar!

Sunday, November 21, 2004

Með 38 stiga hita :(

Þá er maður kominn með hita. Ætlar mér að gera gott úr þessum veikindum og byrja að læra fyrir spænsku prófið sem er á miðvikudaginn.

Kom heim eftir vinnu í gær og var byrjaður að borða "Chilli Chicken la Tjörvi" pitsuna mína, náði að borða eina sneið þá hringdu tveir hressir piltar, Andri og Arnar Snær, í mig um 22:45 og grátbáðu mig um að kíkja á þá á Glaumbar. Labbaði niðri bæ og mætti á Glaumbar, fékk 2 bjóra og eitt "Logandi Sambuka" á 11 mín. í boði Arnars og Andra, þeir voru vel í glasi og ætluð sko að sjá til þess að ég myndi ná þeim tveim. En ég afþakkaði öll boð um fleiri skot, maður er greinilega að verða gamall. Kíktum á Kofa Tómasar frænda, Andri og Arnar stjórnuðu playlistanum hjá plötusnúðnum í góðan hálftíma en þá sagði hann við þyrftum að kaupa á barnum ef við ætluðum að fá fleiri óskalög! skrítið, en virkaði því Arnar splæsti bjór. En dúndur tónlist allan tímann. Fór svo á Celtic Cross og hitti engan annan en Hafbar Helgason, þann mikla tónlistakennara og harmonikku spilara, kíkti með Haffa og félögum á Ara í Ögri, stoppaði stutt við en fór svo á vegamót að hitta Arnar, en hitti í raun ekki Arnar heldur gat ég horft á hann og hans fyrrverandi spjalla, á þeim tímapunkti var ákveðið að ég skildi fara heim. Labbaði heim.

Ég held að labbi túrarnir hjá mér, í og úr bænum, hafi ollið þessum hita sem ég er kominn með. Var búin að vera slappur alla vikuna og ætlaði að taka því rólega í gær. Skrítið hvernig öll plön breytast oft.
Arnar og Andri ! Takk fyrir mig!

Thursday, November 18, 2004

Bara -12° frost á klakanum

Helvítis andskotans tussu frost! eins og maður segir á góðri íslensku. Að bíða eftir strætó í 5-10 mínútur er algjört helvíti en ég þurfti að gera það tvisvar í dag og þar afleiðandi er mér búið að vera kalt á tánum í allan dag. Strigaskórni ekki að gera við þessar aðstæður. En það góða við þetta frost er að snjórinn helst fram yfir helgi! Eða það heldur veðurstofan, ekki alltaf hægt að trúa þeim, en ég vona. Er búin að vera fastur gestur á www.skidasvaedi.is þessa vikuna, er að vonast að ég geti nú notað snjóbrettið sem ég keypti fyrir ári(eða tveim). Það hefur verið notað max 6 sinnum. Og eftir að maður verður kominn til Danaveldis þá minnkar ábyggilega notkuninn, ekki mörg fjöll þar! Ekki nema maður skjótist til Noregs eða bara til Alpana! Það eru væntalega engin skíðasvæði í Hollandi, Gossi ? :)

Prófin byrja eftir rúma viku, fer þó "bara" í þrjú próf, sálfræði og íslensku, sem verða erfið og svo dönsku sem ég held að maður fari nú létt með.

Er búin að breytta comment kerfinu þannig að allir geta comment-að!

Tuesday, November 16, 2004

Sjöundi sonur sjöunda sonarins

Í dag gerðum við skemmtilega tilraun í sálfræði, við reyndum hugsanaflutning. Við vorum með 20 spil, allt ás,tvista,þrista,fjarka og fimmur. Svo dró ég spil og reyndi að senda það með hugsunum til Kristjóns, sesunautur minn í SAL2136. Af 20 skiptum náði hann að geta þrisvar á rétt spil. En svo var komið að kallinum sjálfum, og viti menn ég get víst lesið hugsanir. Ég gat átta sinnum "séð" hvaða spil hann Kristjón var að hugsa um. Nokkuð magnað, ég var farin að tékka hvort þetta væri ekki örruglega rétt, og svo var. Mér datt því í hug þessi texti með Rokk Guðunum í Iron Maiden.

Today is born the seventh one
Born of woman the seventh son
And he in turn of a seventh son
He has the power to heal
He has the gift of the second sight
He is the chosen one
So it shall be written

Hvað haldið þið ? :)

Sunday, November 14, 2004

Ali G in da house

Klæddi mig upp sem Ali G á dimmisjón og sló í gegn, annars voru næstum allir sem Piglet, bleikasvínið úr Bangs Símon. Ég átti bara ekki pening fyrir búning og því lánaði Helga hans Einars mér Ali G gallann sinn, RESPECT. Byrjaði á því að skila hinni áðurnefndu spænsku ritgerð fór svo niðri Undirheima F.B um kl 08:00 og þar var byrjað á góðum morgun mat, rúnstykki með smurost, smá vínarbrauðslengju og kleinu, og öllu skolað niður með Thule mjólk. Heiðruðum nokkra kennara og svo var haldið niðri bæ, það réðst reyndar 3 eirðalausir drengir um 10 ára gamlir að mér fyrir utan F.B meðan ég beið eftir strætó og vildu fá gullkeðjurnar, sólgleraugun og húfuna! Þetta kennara verkfall er að breyta æskun landsins í glæpalýð, en ég flúði upp í strætó, ásamt samnemendum mínum og haldið var niðrá Hlemm og gengum niður Laugaveginn, nokkrir ferðamenn stoppuðu okkur og fengið að taka mynd af okkur og þeim saman, mjög fyndið, og svo var Löggan líka til í að "pósa" á nokkrum myndum. Þetta var allt mjög gaman, alveg þess virði að mæta illa sofinn og hálf þunnur í vinnunna kl 17:22. Var búin að vinna 01:38. Ég og Rúnar fórum þá til Andra og Ester. Þar var drukkinn bjór í boði húsins og spilað Trival, fólk var misgáfað og fengu því sumir að spreyta sig á barnaspurningunum. Komst að því að Andri getur verið "dálítið" tapsár :)

peace out, respect to da punany!

Friday, November 12, 2004

Svakalega duglegur að blogga

Tvisvar sama dag það er ekkert annað, ég á víst lítið líf :) Á morgun er dimmisjón og ég held að það verði gaman, þó svo maður komist ekki á Aðallsballið. Var að klára smá spænsku ritgerð sem ég skila inn á morgun, respect til þeirra sem lögðu hönd á plóg :)

Thursday, November 11, 2004

Loksins

Þá er maður að prufa að blogga, svona áður en maður fer af landi brott. Það verður ekkert markvert að lesa hér á næstunni.