Saturday, December 25, 2004

Glædileg Jul!

Gleðileg jól!!!

Ég fékk loks svar frá skólanum úti og hvað haldið þið ? Auðvitað komast kallinn inn, fékk meira segja lyklakippu í jólagjöf frá skólanum. Það var fínt að fá að vita þetta fyrir jól.

Ég fékk fullt af flottum gjöfum.

Er að fara í matarboð hjá mömmu og ætla að éta á mig gat!!!


Thursday, December 16, 2004

Stúdent, Tjörvi Stúdent

Jamm eg er Stúdent frá og með morgun deginum. Rústaði öllum prófunum!!! Nema spænsku.... fékk 5, en það er alveg nóg til þess að útskrifast þannig, VEI! Guðrún kemur heim annað kvöld þannig morgun dagurinn verður góður í alla staði. Nema að eg mistígi mig á leið upp á svið að ná í prófskírteinið mitt fyrir frama 800 manns :)


Biðst velvirðingar á því hvað maður er slappur að blogga, maður er bara búin að vinna fram úr hófi eftir próf lok.
Svo er Fonsie kallinn byrjaður að vinna upp á Dominos í Lóuhólum og stendur sig vel. Hann á eftir að halda Dominos connection-inu lifandi eftir brottför mína til Danaveldis.
Aldrei að vita nema maður geri stuttmynd um þetta :)

"Dominos -Next Generation"
-The Legacy Continues-
starring F0nsie as "The Pizza Ninja"



Það er verið að vinna i þessu. :)
"I´ll be back"

Sunday, December 05, 2004

Tvö buin, eitt eftir!

Tok salfræði profið með stæl! Nu er það bara danskan og hun er auðveld.

For a djammið nuna a föstudaginn. Arnar Snær og Andri Þor mættu heim til min með tæpan kassa af bjor, sma glögg af Captain Morgan fyrir kallinn og Gin flösku. Það var þvi ekki um annað að ræða en að fara i drykkjuleik, þrir katir piltar með slatta af brennsa i husinu, það er oumflyjanlegt! Arnar varð mjög fljotlega vel drukkin vegna um 80 stunda vinnuviku hja greyinu. Broðir hans Arnars naði i okkur og við forum i bæinn, þar hittum við systur hans Arnars. Bæði voru þau edru, min kenning er su að ef einhver systkini hans Arnars eru edru þa drekkur Arnar meira sem þvi nemur. Og þetta kvöld voru tvö þeirra edru þannig hann Arnar kallinn þurfti að drekka a við þrja, sem og hann gerði, held eg alveg örugglega. Það var alveg dautt i bæinum enda allir i profum.

Stjörnubatar - Torvaldsen - Viktor - Hresso - Nellys - Ölstofa Kormaks & Skjaldar - Heim

Svona leit kvöldið ut. Var kominn heim klukkan 5 , svaf i 4 tima og mætti i vinnuna, nokkuð hress. Það var brjalað að gera i vinnunni milli 13:00 til 20:00, hef sjaldan verið jafn illt i fotunum, eftir að standa i 10 tima, og i bakinu. Sofnaði næstum um leið og eg kom heim, eftir að hafa lesið 1/2 bls i Modern Recording Techniques og með Damien Rice a foninum.

Þa er það danskan!