Saturday, January 29, 2005

Tyskland og den billige øl og Pepsi

Sunnudagur 23.jan
Ég var mjög þunnur!
Mánudagur 24.jan
Svaf út! Ætlaði að skrá mig inn í landið, en komst að því að danir vinna bara hálfan vinnudag, ef þeir ná því. Algengur lokunartími hjá skrifstofum er milli kl 12-13, þannig ef maður ákveður að sofa út þá er ómögulegt að reyna ná þeim. Við Guðrún náðum þó að komast í eitt tryggingarfélagið og fengum eyðublöð til að tryggja okkur , sem er ekki vitlaust því ég hef heyrt að það séu um 28 innbrot í Óðinsvé á hverri nóttu. Um kvöldið var þorrablótsfundur.
Þriðjudagur 25.jan
Svaf út! Tókum svo annað herbergið í gegn sem var eiginlega orðin kassa geymsla en er orðið hið glæsilegasta vinnuherbergi/gestaherbergi svo um kvöldið var spilað pictionary ásamt Berglindi "spilafíkli" :) , en það hefur eiginlega orðið að venju hjá okkur, við erum búin að breyta reglunum þannig að við getum verið 3 að spila í 3 liðum :) Eitt skemmtilegt við að búa hér í danmörku er Ísbíllinn!!! Við vorum að spila þegar ég heyrði einhverja símhringingu, að ég hélt, en Guðrún stökk upp og hrópaði "ísbíllinn!!!" ég hélt að þetta væri eitthvað djók, en svo var ekki. Gerðum hlé á spilamennskunni og fórum og keyptum okkur fullt af ís, sem var allur kláraður :) nammi namm!
Miðvikudagur 26.jan
Svaf út! Fórum með öll eyðublöðin til tryggingarfélagsins og erum því tryggð ef einhver myndi nú tæma íbúðina okkar. Skoðuð svo bílaleigur að leita að bestu tilboðunum. Berglind bauð svo okkur í köku, mjög lúffenga sjónvarpsköku og ég gat endurnýjað kynni mín af Grand Theft Auto Vice City, og svo var auðvitað spilað pictionary!
Fimmtudagur 27.jan
Svaf út! Fórum ekkert en Guðrún bakaði heil ósköp þennan dag. Ávaxtaböku, rjómatertu, fyllt brauð og skinkuhorn. Við þrifum líka heil ósköp, þó var Guðrún duglegri. Ég fór á mína aðra æfingu hjá íslenska karlakórinum hér á kollegí-inu, kom heim og þá var Guðrún búin að baka pizzu og smá meira brauð úr afgangsdeigi frá því fyrr um daginn.
Föstudagurinn 28.jan
Svaf EKKI út! Vöknuðum "eldsnemma" eða klukkan 8:30 fórum að sækja bílaleigubílinn sem við vorum búin að panta. Þetta var einhver cheap bílaleiga, og þeir voru ekki með neinar myndir á heimasíðunni þannig við vissum ekkert hvað við vorum að fá. Mættum á svæðið og fengum hjartastopp, þarna voru tveir bílar sem litu báðir jafn illa út, eldgamlir og annar var mað slatta af einhverju auglýsingum frá bifvélaverkstæðinu! já þessi bílaleiga var verkstæði. Við vorum næstum búin að hætta við áður en við fórum inn, en að lokum ákváðum við að taka "stórglæsilegan" Opel Kadett árgerð ´89 með stórum auglýsingum á sitthvorri hliðinni. Þessi bíll mætti nú alveg fara í "Pimp My Ride". Fórum til Þýskalands og buðum Berglindi með. Við villtumst aðeins því við misstum af einni beygju þegar við vorum að spila "Frúin í hamborg" eða "Geta manninn" og eins og þeir vita sem hafa keyrt á þýsku hraðbrautunum er ekki auðvelt að snúa við. Fórum því smá rúnt í Flensburg og fórum í eina verslunarmiðstöð þar. En komumst þó að lokum þanngað sem við ætluðum, dönsku verslununum sem eru í Harrislee á dönsku og þýsku landamærunum. Þar var verslað FULLT af Pepsi, léttvíni og Vodka og öðru áfengu.Maður þarf að birgja sig upp fyrir komu Andra Þórs og Arnars Snæs. :) Sem koma kvennmannslausir þrátt fyrir móttmæli Guðrúnar, ekki það að hún elski ekki að umgangast karlmenn :) En þetta var "skít billigt", (12 kassar af gosi, 18 flöskur af léttvíni, 6 flöskur af sterku víni ásamt smá fleiru á ca. 10.000 ísl. kr. En sökum mikilar þreytu var farið að sofa snemma og sofið heila 12 tíma!! Ekki það að maður hafi ekki sofið nóg í vikunni :)

Saturday, January 22, 2005

Þessi í gula átti það skilið!

Jæja maður er alls ekki nógu duglegur að skrifa hér. Ég fæ ekki tölvuna mína skráða inn á kollegí netið fyrr en á miðvikudaginn þannig ég hef ekki notað nýju tölvuna að neinu viti. En maður hefur haft í nógu að snúast, fengum dótið og þurftum að kaupa hillur undir það allt, svo fengum við okkur nýtt rúm, færðum svefnherbergið og settum upp ljós o.f.l. Svo höfum við verið mjög dugleg að elda, hefum ekki einu sinni pantað pizzu :) En Guðrún hefur gert ýtarlegar kannanir hérna á skyndibitastöðum áður en ég kom :)(eða kannski ekki) Og hefur Roma Pizza komið vel út í þessum könnunum.


Þetta Devitos þeirra hér í Óðinsvé, og þeir eiga meira segja búðina hér á Kollegíinu. :)


Þannig ef maður klikkar á skólanum (sem maður gerir auðvitað ekki!!!) þá er maður með back-up :)
Later!

P.S ef einhver er að spá í fyrirsögninni þá er ekkert vit í henni.

Sunday, January 16, 2005

Kominn til Danmerkur!

Þá er maður fluttur út, skólinn byrjar ekki fyrr en 1. febrúar þannig maður hefur smá tíma til að koma sér fyrir og taka upp úr kössunum þ.e.a.s ef þeir koma fyrir 1.febrúar. Það er nefninlega ekki alltaf hægt að treysta íslensku póst þjónustunni, þeir misstu sinn besta mann núna í september og eru víst enn að reyna fylla það skarð sem við það myndaðist.

Bjórkvöld Dominos

Á fimmtudaginn fórum við Guðrún á bjórkvöld hjá Dominos, þetta var seinasta kvöldið á Íslandi og því upplagt að kveðja liðið. Það var frír bjór í boði en hann entist stutt ég náði bara einum fríum og Fannar held ég bara tveim og hann var sko ekki sáttur við það, hótanir um uppsagnir hjá Fannari vegna bjórskorts dóu fljótlega þegar fréttist að annar kútur var nú í boði og fór hann jafnfljót og hinn þannig ég náði bara einum í viðbót. En fékk samt einn hjá Heimi og annan hjá Rúnari þannig þetta rétt reddaðist :) Við kvöddum og ég held að ég hafi séð nokkur tár þarna hjá Arnari Bjarka :) Stoppað var á leiðinni heim á BSÍ Rúnar sem fór með fékk sér litla snæðing og við Guðrún sitthvora pylsuna. Þessi matur var alltof dýr og svo fékk Guðrún strax í magann og ég morguninn eftir. Damn BSÍ shit food!!!

Ferðalagið

Flugið mitt átti að fara kl 07:30 og vélin hennar Guðrúnar kl 08:00, en viti menn það var fjögurra tíma seinkun á fluginu mínu þannig hún fór ekki fyrr en kl 11:30, vei gaman! eða þannig. En það var kannski ágætt því BSÍ pylsan olli magaverk og því fór ég þrisvar sinnum á klósettið á þessum fjórum tímum sem ég þurfti að bíða eftir fluginu, ég hefi ekki viljað vera sá sem myndi sitja nálægt klósettunum í flugvélinni ef flugið hefði farið á réttum tíma. En ég og Guðrún fengum okkur morgunmat í Leifstöð og um 10 mín. eftir flugið hennar fór heyrði ég í hátalarakerfinu að "vegna seinkunar á flugi Iceland Express mun farþegum vera boðið upp á morgun mat í biðsal kl 09:00" Ég var núbúin að borða og en illt í maganum eftir pylsuna en auðvitað fór ég og hamstraði mat fyrir flugið. Guðrún beið því í Köben eftir mér því við vorum með svo ótrúlega mikið af töskum að það var mjög erfitt að vera að dröslast með þetta í sitthvoru lagi. En ég svaf næstum allt flugið og því voru þessir þrír tímar fljótir að líða. Ég hitti Guðrúnu á Hovedbanegard og tókum við lestina til Odense. Það var ógeðslega gott að koma HEIM, geðveikt þreyttur og að drepast í öxlunum og bakinu eftir tösku burð allan daginn.

Tókum mynd af öllum farangrinum þegar heim var komið


Eins og fólk sér þá var þetta ansi mikil byrði :)

Saturday, January 01, 2005

Gleðilegt nýtt ár!

Datt í það í gær, eins og 90% íslensku þjóðarinnar. Það var farið í fjölskylduboð hjá frænku Guðrúnar, þar var troðið í sig kalkún og konfekti. Skaupið fór fram úr mínum væntingum og var bara frekar fyndið, verst hvað Jón Gnarr og Sveppi voru í litlum og leiðinlegum hlutverkum. Vildi og bjóst við að þeir fengu stærra hlutverk. Eftir skaupið var manni ekki til setunar boðið og drykkjan hófst fyrir alvöru, tekið var í kassagítarinn við góðar undirtektir. Ég og Guðrún fórum svo til Róberts í partý, sem var dálítið skrítið partý. Þegar við mættum þá voru Róbert og Kjartan Írski í gufunni kl 4 um nótt, tveir einir. Þeir reyndu að freista mín og fá mig með í einhverja sódómska syndaveislu í gufunni en ég stóðst þá "freistingu". Eftir það var farið til Fannars í þrusugott SingStar partý og eftir nokkur lög var ég búin að hækka mig úr Tone Def í Amatuer, ekki slæmt! Eða jú frekar slæmt. Flestir voru mættir til Fannars, Gústi, Gossi, Einar og Helga, var reyndar að spá hvar Gunni væri þetta kvöld en það var frábært að hitta Sigga, Bjarka Ström og Ásgeir, ekki búin að sjá þá í þónokkuð langan tíma.
Núna þarf maður fara að spá í því að pakka niður, er engan veginn að nenna því.

En þetta ár held ég að verði mjög gott í danmörk.