Sunday, March 20, 2005

Er hættur að drekka!!

Við Guðrún héldum smá party í gær, spilað var Actionary og tíkallaspilið. Fórum svo á barinn og héldum þar áfram til hálf fimm.....held ég. Dagurinn í dag hefur þar af leiðandi ekki verið sá besti. Hef eytt mestum deginum fyrir framan sjónvarpið undir teppi. Hef ekki getað borðað neitt að viti, Guðrún bakaði köku sem ég fékk nokkrar sneiðar af, vona að það haldist niðri. Vegna þessa hef ég ákveðið að hætta að drekka!!! ......allavegana fram að næstu helgi :)
Annars hefur maður það gott í páskafríi.
kv.
Mr.Hangover

Thursday, March 17, 2005

Páskafrí!

Þá er maður kominn í páskafrí! Hef ekki en fengið sent páskaegg að heiman :( Við Guðrún fengum samt eitt frá Mömmu hennar. Held samt en í vonina að það sé ekki búið að gleyma manni :) Það fást nefnilega bara súkkulaði egg með engu nammi í!!! hvað er málið með það ??? Hef ekki mikið að segja en læt fylgja með mynd sem sýnir þann gífurlega net hraða sem er hér á kollegíinu.....eða þannig. Vonandi lesið þið þetta blog hérna..... tók um 17 mín að geta komist hingað.....á en eftir að "publish-a" honum....

Ekki óalgeng sjón.

Monday, March 14, 2005

fredagsbarinn!

Seinnasta föstudag fór ég til Guðrúnar eftir skóla, hún var upp í skóla hjá sér að klára eitthvað verkefni. Ég ætlaði að fara á kontor-ið á kollegíinu og ná í pakkann frá Dj.Gunna og svo klára eitt verkefni sem ég hafði trassað í vikunni, en þá Guðrún með þá þrælgóðu hugmynd að fara á fredagsbarinn :) Það var drifið sig í Super-Brugsen keypt kippa af Odense Pilsner og Breezer,og líka spilastokk, eitthvað varð maður að drekka og hafa að gera áður en barinn opnaði. kl 15:00 :) eftir nokkra góða "gúlp-ara" var maður orðin svangur. Við pöntuðum pizzu frá einhverri pizza búllunni, þetta var nú meiri skítapizzan en auðvitað kláraði maður hana á græðginni :P Guðrúnu varð strax illt í maganum þannig við fórum heim um hálf tíu. Skondið hvernig bjór breyttir öllum áætlunum hjá manni !
Svo á laugadagin komu Berglind og Óli Raskbúar í smá pictonary og bjór, svo var farið til Ara og þar var drukkið meira af bjór, kvöldið endaði á "The Hot Chick"
Sunnudagurinn fór í að klára þetta blessaða verkefni. Um kvöldið komu Berglind og Óli, Raskbúar í experimental kjúklingarétt, sem heppnaðist betur en maður hafði vonað! nammi namm.
En í dag fór á mínútunni sem kontor-ið opnaði og náði í pakkan frá Gunna kallinum, 2 Drum and Bass mix, eitt groovy/disco house mix, gömul lög sem ég samdi einhver tímann fyrir löngu, Dj Andy Smith mix og meira eyrnagóðgæti! :D Tusund tak Gunni!!!!
Það var frí í skólanum í dag því kennarinn var veikur, sem þýðir að ég mæti bara tvo daga í skólann þessa vikunna og svo er páskafrí í næstu viku! yeah!

kv.
Mr.T

Wednesday, March 02, 2005

Nei þetta gengur ekki!

Ég er ekki búin að blogga í tvær vikur, hef eiginlega ekkert nennt því. En núna bætir maður upp syndir sínar.
Arnar Snær og Andri Þór komu í heimsókn 17.feb. komu færandi hendi með ískalda Dominos Extra pizzu í tilefni af Megaviku Dominos á Íslandi og einn fleyg af íslensku brennivíni

+ slatta af fötum sem ég og Guðrún skyldum eftir á íslandi vegna yfirvigtar þegar maður var á leið út. Og að sjálfsögðu farið farið á barinn á fimmtudag og föstudag. Frábært að fá þá í heimsókn, þeir yfirgáfu okkur Guðrúnu á laugadeginum og héldu til Kaupmannahafnar.

Um tíu mínútum eftir að þeir lögðu af stað ákváðum við Guðrún að skella okkur líka til Köben og koma gaurunum á óvart. Við pöntuðum hótel, pökkuðum niður og drifum okkur af stað og tókum lestina 1 tíma eftir þeim. Svo kom í ljós að við vorum á hóteli í sömu götu þeir :) Istegade! skemmtilegast gatan í Köben :) Fórum á Sam Kareoke Bar á strikinu, og sáum mesta saman safn af furðufulgum sem ég hef séð lengi. Shit! :) Fórum svo á smá rölt og komum við á Scotthis Pub á ráðhústorginu, vorum ekki laengi þar inn, ekki vegna lélegrar stemmningar, heldur útaf því að það kveiknaði í place-inu!

Einhver kelling var búin að vera skamma Andra greyið fyrir að vera að fikta með sígarettu í öskubakkanum og gera einhverja brunnalykt við hunsuðum hana, en eftir um 5 mín var allt að fyllast af reyk og allir að koma sér út. Slökkviliði mæti á staðinn og Löggan á no time, maður var ekki búin að standa þarna fyrir utan lengi þegar löggan var farin að berja á einhverjum gaur sem var að trufla slökkvistarf og hentu honum eitthvað í burtu, en þessi gaur var ótrúlegur löggan var nýbúin að snúa við honum baki þegar hann var búin að koma sér í önnur slagsmál og vorum gaurarnir snúnir niður og handjárnaðir! Gaman að fá smá action þegar fer á djammið.!

Við fórum svo að versla pínu á sunnudeginum og tókum lestina heim, en ekki eftir að hafa pantað eina ljúfenga Dominos pizzu upp á hótel :D

Svo þegar heim var komið var slakað á og kominn í vetrar frí!! Yes! Svaf út næstum alla vikuna og gerði ansi lítið....sem var drullufínt! :) Bjó ýmsar hugmyndir að heimasíðum, fáið link þegar hún verður tilbúin. Á föstudeginum 25.feb var smá karlakvöld hér á Rask-num, byrjað var á að fara í Gufu og gúlpaðir nokkrir bjórar, svo var farið og spilað póker fram eftir hjá Ara kokk, eftir að Ágúst hafði hrifsað allan peningana fórum við á barinn eins og oftast.
Á laugardeginum var svo farið upp til Horsens að "vinna" á þorrablóti Íslendingafélagsins í Horsens. Það var nú bara helvíti gaman frítt að drekka allan tíman og svo gat maður nælt sér í flatkökur með hangikjöti, ekki slæmt það. Ég og Berglind tókum reyndar að okkur að vaska upp eftir borðhaldið (120 manns) en maður var í stemmningu og ég gæti þess að verða aldrei of þurr. :)
En núna er maður aftur kominn í skólan að rembast við dönskuna.