Wednesday, April 13, 2005

Hárgel er málið!

Kominn tíma til að setjast i skriftarstólinn.

Seinnasta föstudag fórum ég, Guðrún, Óli og Berglind á Vorhátið í skólanum hjá Guðrúnu og var sjóræningja þema. Mjög gaman þó maður hafi ekki mætt sem Captain Morgan. eitt áhugavert var að dansgólfið fylltist alltaf þegar bandið fór í pásu...þannig það var ekki alveg að standa sig samt ágætis band engu síður. Á sunnudaginn fór ég í íslendingabolta, en þá hittast íslendingar hér í Odense og spila fótbolta........ég er enn að jafna mig af harðsperrunum :( Skoraði samt tvö mörk, þannnig ég er sáttur. En eitt sem ég hef tekið eftir hér í danmörku er hin gífurlega notkun danskra karlmanna á hárgeli, á vorhátiðinni var meiri hlutinn af gaurunum ábyggilega búin að eyða meiri pening í hárgel en í sprútt. Þannig það er stór, mjög stór, markaður fyrir hárgel og álíkarvörur, ég er strax farinn að leita að samstarfsaðilum til að flytja inn hársnyrtivörur, þetta verður vonandi komið í gang fyrir næstu önn. :P
Annars er allt gott að frétta frá okkur hérna úti, verst að allur þýski bjórinn er búin þannig maður þarf að fara kaupa "rándýran" bjór úr stórmörkuðunum. Maður verður að fara leggja leið sína til Þýskalands aftur.

Bæjó!