Saturday, December 24, 2005

Gleðileg Jól!!

Gleðileg jól !!Ég og Guðrún fengum Heimabíó í skóinn í nótt, ekki slæmt það, er núna að fara að taka aðeins til áður en við fáum gesti í hádegið.

Guð blessi ykkur, Guð blessi ykkur öll !!!!

Saturday, December 17, 2005

Einkunnir

Fékk einkunnir í dag, fékk topp einkunnir en samt engin 10. Níur og ein átta, ekki slæmt það, en varðandi tengillinn á lokaverkefnið, þá verður hann að bíða smá stund. Ég er ekki með loka útgáfu af verkefninu á tölvunni heima, og get því ekki upphlaðið því á veraldarvefinn.
En þanngað til næst, ciao!

Monday, December 12, 2005

Schools out! Crazy´s in!

jæja, þá er skólinn búinn, þannig séð, á eftir að fá einkunnirnar þann 16.des. Ég missti af seinustu kynningunni á margmiðlunar verkefninu okkar í R.O.T group. því ég hélt hún væri ekki fyrr en kl 13 en svo var hún kl 09 :P En hvað um það, nú eru að koma jól eins allir vita og fæ ég þann heiður að vinna í mekka jóla geðveikinar, Kringlunni. So far hefur fólk verið sæmilega heilbrigt sem er í verslunarleiðangrum fyrir jól, en mig grunar að með hækkandi tungli í húsi vatnsberans(duckcula anyone?!?) þá muni klikkuninn taka yfir og ná hámarki á Þorláksmessu. Okkur hefur verið útveguð skotheld vesti, starfsmönnum Kringlunar, fyrir næstu helgi og eins gott, því ekki vil maður verða stunginn með gaffli af illu sofnum, blönkum og stressuðum Íslendingum. En ég og Guðrún eru næstum búin með allar gjafir og því lítið stress hér á bæ.

Tók face recognition "próf" á www.myhertiage.com, skondnar niðurstöður


Kevin Smith 68%



Ernst Ruska 52%


Iris Chang 50%


Gary Oldman 50%


Anna Lindh 48%


Goran Ivanisevic 47%



Fernandel 45%



Laurence Fishburne 45%


Charlie Chaplin 44%


Primo Levi 44%

En fyrir þá sem vilja þá er hægt að komast í margmiðlunarverkefnið okkar HÉR!
Einnig vil ég benda fólki á Cillit Bang auglýsinguna undir Verklýsingu á síðunni :D

Peace Out!