Wednesday, January 25, 2006

Pendulum

Fór á Árslistakvöld breakbeat.is á föstudaginn seinasta, algjörlega klikkað kvöld og án efa eitt af bestu klúbbakvöldum sem ég hef farið á! Og ekki skemmdi að Dj Gunni spilaði eitt lag eftir mig. En annað mál sem smá skemmdi stemmarann var að eigandi staðarins var ekki sátt við hversu hátt var stillt, og lækkaði hún í miðju setti hjá Pendulum!! Ég sá dansgólfið bara tæmast á þeim tíma punkti. Hitti líka Jonna og frú, jonni er snillingur!

Af skólanum af frétta þá tókum við upp stuttmynd um daginn sem er verið að leggja lokahönd á og ætla ég að reyna að setja hana hér upp fyrir ykkur. Og svo er 3d módel-inginn á fullu.....ég kann að búa til kassa!:P

Þarf að hlaupa til að ná strætó...........................

Tuesday, January 10, 2006

Íslensku dýrin

Jæja þá er maður byrjaður í skólanum! Stundataflan er allt í lagi fyrir utan að ég fékk enga vefforritun inn í hana og ég ætla mér að breyta því!!!
Annars aðalástæðan fyrir því að ég rita þessi orð er sú að ég hef sett lokaverkefni R.O.T group á netið...... og það virkar núna! :P
Verið þolinmóð, skráin er um 20mb, notendur þurfa helst að hafa upplausn hærri en 1024x768, ef þeir eru með minni upplausn en þetta þá sjá þeir ekki allt verkefnið og fá leiðinda scroll-bar. Þetta er gert af tæknilegum ástæðum og sáum við okkur í R.O.T group ekki fært að breytta þessu nema með miklum tilkostnaði og vinnu....eða eitthvað..
Lokaverkefni
jæja er farinn..........

Thursday, January 05, 2006

Nýtt ár!

Jæja þá er allt sukkið búið, skólinn byrjar á mánudaginn og þá verður gaman. Ég fékk geggjaða jólagjöf frá Guðrúnu! Studio monitorar! Var geggjað sáttur við það, og núna er það bara að fara punga út tónsmíðum af bestu gerð. Ég stóð flestar nammi freistingar um jólin og er ansi sáttur með, tókum okkur þó nokkra frí daga þar sem allt mátti, annað hefði nú ekki verið hægt! annars allt í gúddí hérna!