Monday, April 10, 2006

ný íbúð, gin og allt það.

Jæja þá er maður svo gott sem fluttur. Við Guðrún eigum samt eftir að ganga frá gömlu íbúðinni og taka eitthvað smá drasl annars er allt komið á nýja staðinn. Páskafríið er komið, samt lítið frí þar sem maður verður að klára heilan helling af verkefnum um páskana fyrir skólann. Svo er Árshátíð Margmiðlunarskólans á miðvikudaginn og þá þarf maður að taka á því. Búið að leigja sal, Dj, og mat + bjór, ekki slæmt það.

Fór á Breakbeat.is kvöld seinasta fimmtudag, þar komu fram Mars, Dj Code og Dj Clever, þetta var þrusugott kvöld. Ég dansaði í tvo tíma og drakk tvo bjóra. Fullt af góðu D´n´B var pumpað í gegnum kerfið á Pravda og fór ég sáttur heim. Annað mál með daginn eftir, var mega þreyttur og með hausverk. Mér leið eins og ég hefði drukkið tólf bjóra kvöldið áður. Svo á föstudaginn fór ég og Guðrún í prófloka partý hjá bekknum hennar, þar drakk ég 3 bjóra og pela af gin í tonik. GUÐ BLESSI GIN! Daginn eftir átti ég að mæta í vinnu kl 10 og ég fann ekki fyrir þynnku, ekki baun. Og ég sver að ég hefði geta dottið í það á laugardaginn en skynsemin sagði nei. Og ég var víst ekki sá eini sem lét skynsemina ráða um helgina. Hann Fannar datt ekki í það þessa helgi, já Fannar datt ekki í það þessa helgi!!. Þar hefur hann klúðrar heimsmets tilraun sinni í flestum fyllerís helgum í röð. Guinness verður víst að bíða. Það kvíslaði að mér lítill fugl að hann hafi verið kominn í 48 helgar í röð, en ég sel það ekki dýrara en ég keypti það.

Aftur að flutningum, ég vil þakka þeim sem lögðu hönd á plóga í gær, við að flytja stash-ið okkar Guðrúnar. Þegar við vöknuðum í gær, þá vorum við ekki byrjuð að pakka og svo um tíu leytið í gærkvöldi þá var þetta 95% komið, ekki slæmt á einum degi.

later!