Wednesday, May 03, 2006

Brennandi heit pizza!!

Ansi margt heimskulegt hefur maður gert yfir ævina, ætla þó ekki að tíunda það hér, en ég held maður slegið sjálfur sér við um daginn.
Okkur Guðrúnu langaði að detta í það, því var hringt í Rúnar og Svanhvíti og Stefán Örn. Hittst var heima og nokkrir bjórar teigaðir og hálf Gin. Rúnar og Svanhvít höfðu víst tæmt barinn hjá Eyrúnu systur Svanhvítar og voru því vel "vopnuð". Og Stefán kom með vini og bjór. Það var farið frekar seint niðri í bæ eða um hálf þrjú, ef mig minnir rétt. Þá var farið á Kofann og hlustað á góða músík og drukkinn bjór. Rúnar og Svanhvít yfirgáfu okkur þá, því Dooley´s-ið og Bacardi-ið og bjórinn hafði ekki farið vel í Rúnar.....en það allt önnur saga, sem fær að bíða. Ákváðum þá að fara á Ara í Ögri en þá var búið að loka. Við ákváðum að fara heim, mig dauðlangaði í Pizza King, en við ákváðum að elda okkur frostna pizzu þegar við kæmum heim, mistök nr.1. Þegar heim var komið, var pizzunni hent inn í ofn, mistök nr.2. Og þar sem maður var vel blautur af Gini og bjór, þá sofnuðum við bæði í sófanum, meðan pizzan bakaðist, mistök nr.3. Og hún bakaðist og bakaðist og bakaðist í ábyggilega 3-4 tíma þessi blessaða pizza. Af einhverjum ástæðum vaknaði ég og ákvað að slökkva á ofninum og var að undra mig á afhverju væri kveikt á honum í fyrsta lagi. Guðrún vaknaði við það og spurði mig hvort ég ætlaði ekki að taka pizzuna út, ég vissi ekki hvað hún var að tala um því ég sá enga pizzu í ofninum. Guðrún skreið þá upp í rúm og ég var eitthvað frammi voða ruglaður á öllu þessu pizza tali í Guðrúnu, allt í einu stökk guðrún fram og fattaði að við höfðum sofi í 3-4 tíma með pizzu í ofninum, ég opnaði ofninn og sá kolsvarta pepperoni pizzu(ekki skrítið að ég sá hana ekki) og fann viðbjóðslega bruna lykt, þá tókum við eftir því að íbúðin var full af reyk. Ekki kolsvörtu reyk heldur einhverjum illsjáanlegri reyk. Við gistum hjá foreldrum Guðrúnar næstu tvær nætur, því ekki var hægt að sofa í þeirri brunalykt sem var í íbúðinni og kuldanum sem stafaði af því að allir gluggar voru opnir. Komust þó að því að rafhlaðan í reykskynjaranum var alveg tóm, ekki alslæmt því hann verður að vera í lagi.

Annað Mál
Ég vann boðsmiða fyrir tvo á 100% Dynamite á Nasa föstudaginn 28.apríl, af póstlista breakbeat.is. Ákvað ég að góð vinur minn og lagalegur ráðgjafi hann Ágúst Karl skyldi fá þann heiður að koma með mér á Nasa. Ágúst kallaði til Einar "straum" til að fylgja okkur sem siðgæðisvörður, ekki veitir af því á skemmtistöðum borgarinnar. Ég skyldi að 100% Dynamite væri Jazz, Soul, Funk, Reggae og hip-hop bræðingur, á þeim klukkutíma sem við vorum á Nasa, þá heyrði ég eintómt reggae/dub og hip-hop bræðing. Hvar var Jazz-ið ? eða Funk-ið ? eða Sálin ? Ekki veit ég það en það var allavegan ekki á Nasa. Er samt ekki að dissa 100% Dynamite, bjóst bara við fjölbreyttari tónlist. Svo fórum við á Hressó->Kofann->Ellefuna->Celtic, enginn rífandi stemmari í bænum. Guðrúna var búin að ná í skottið á mér á þessum tíma punkti og ákváðum við að fá far með Ágústi og því var 101 yfirgefinn.

Svo er maður á fullu í skólanum að klára öll þau lokaverkefni sem eru eftir, á núna eftir lokaverkefni í kvikmyndagerð og þrívídd. Ég er búinn að setja upp Portfolio síðu á www.fusedesign.net endilega kíkja á hana. Og áður en fólk fer að kvarta þá er ég að vinna í því að breyta spilaranum á síðunni þannig að hann byrjar ekki strax að spila.

kv.
Mr.T

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

hahah sniðugt blogg :)

kv. Guðrún skotta

2:49 PM  

Post a Comment

<< Home