Sunday, November 14, 2004

Ali G in da house

Klæddi mig upp sem Ali G á dimmisjón og sló í gegn, annars voru næstum allir sem Piglet, bleikasvínið úr Bangs Símon. Ég átti bara ekki pening fyrir búning og því lánaði Helga hans Einars mér Ali G gallann sinn, RESPECT. Byrjaði á því að skila hinni áðurnefndu spænsku ritgerð fór svo niðri Undirheima F.B um kl 08:00 og þar var byrjað á góðum morgun mat, rúnstykki með smurost, smá vínarbrauðslengju og kleinu, og öllu skolað niður með Thule mjólk. Heiðruðum nokkra kennara og svo var haldið niðri bæ, það réðst reyndar 3 eirðalausir drengir um 10 ára gamlir að mér fyrir utan F.B meðan ég beið eftir strætó og vildu fá gullkeðjurnar, sólgleraugun og húfuna! Þetta kennara verkfall er að breyta æskun landsins í glæpalýð, en ég flúði upp í strætó, ásamt samnemendum mínum og haldið var niðrá Hlemm og gengum niður Laugaveginn, nokkrir ferðamenn stoppuðu okkur og fengið að taka mynd af okkur og þeim saman, mjög fyndið, og svo var Löggan líka til í að "pósa" á nokkrum myndum. Þetta var allt mjög gaman, alveg þess virði að mæta illa sofinn og hálf þunnur í vinnunna kl 17:22. Var búin að vinna 01:38. Ég og Rúnar fórum þá til Andra og Ester. Þar var drukkinn bjór í boði húsins og spilað Trival, fólk var misgáfað og fengu því sumir að spreyta sig á barnaspurningunum. Komst að því að Andri getur verið "dálítið" tapsár :)

peace out, respect to da punany!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home