Tuesday, August 21, 2007

Vó! Ekkert blogg í meira en ár!

Jæja, ætlaði að setja inn færslu ári eftir seinnustu færslu. Leið örlítið lengri tími. Annars les þetta ábyggilega engin, þannig ef þú ert að lesa þetta máttu commenta.
Annars er ég að verða pabbi, er að fá bílpróf, fluttur upp á varnarliðssvæðið og byrjaður að kenna í Margmiðlunarskólanum.

kv.
Mr.T

Thursday, May 18, 2006

A Working Class Hero

Jæja þá er skólinn búinn og kallinn farinn að vinna full time í Hans Petersen.....gaman gaman...að fá loksins eitthvað útborgað. Að öðru, fékk frábærar einkunnir fyrir verkefnin mín í skólanum, og lauk 3.önn með stæl. Fékk 9 í þrívíddarhönnun og líka 9 í eftirvinnslu ekki slæmt og ekki verra að fá 10 í kvikmyndagerð og 10 í margmiðlunarfræði. Fékk líka 10 í skólasókn, hvernig sem ég fór að því :)
Lokaverkefni mitt í kvikmyndagerð var tónlistamyndband með boy bandinu Misery Loves Company, við lagið "Wee Hats & Beards" og má horfa það HÉR!

jæja þetta er nóg í bili...

Wednesday, May 03, 2006

Brennandi heit pizza!!

Ansi margt heimskulegt hefur maður gert yfir ævina, ætla þó ekki að tíunda það hér, en ég held maður slegið sjálfur sér við um daginn.
Okkur Guðrúnu langaði að detta í það, því var hringt í Rúnar og Svanhvíti og Stefán Örn. Hittst var heima og nokkrir bjórar teigaðir og hálf Gin. Rúnar og Svanhvít höfðu víst tæmt barinn hjá Eyrúnu systur Svanhvítar og voru því vel "vopnuð". Og Stefán kom með vini og bjór. Það var farið frekar seint niðri í bæ eða um hálf þrjú, ef mig minnir rétt. Þá var farið á Kofann og hlustað á góða músík og drukkinn bjór. Rúnar og Svanhvít yfirgáfu okkur þá, því Dooley´s-ið og Bacardi-ið og bjórinn hafði ekki farið vel í Rúnar.....en það allt önnur saga, sem fær að bíða. Ákváðum þá að fara á Ara í Ögri en þá var búið að loka. Við ákváðum að fara heim, mig dauðlangaði í Pizza King, en við ákváðum að elda okkur frostna pizzu þegar við kæmum heim, mistök nr.1. Þegar heim var komið, var pizzunni hent inn í ofn, mistök nr.2. Og þar sem maður var vel blautur af Gini og bjór, þá sofnuðum við bæði í sófanum, meðan pizzan bakaðist, mistök nr.3. Og hún bakaðist og bakaðist og bakaðist í ábyggilega 3-4 tíma þessi blessaða pizza. Af einhverjum ástæðum vaknaði ég og ákvað að slökkva á ofninum og var að undra mig á afhverju væri kveikt á honum í fyrsta lagi. Guðrún vaknaði við það og spurði mig hvort ég ætlaði ekki að taka pizzuna út, ég vissi ekki hvað hún var að tala um því ég sá enga pizzu í ofninum. Guðrún skreið þá upp í rúm og ég var eitthvað frammi voða ruglaður á öllu þessu pizza tali í Guðrúnu, allt í einu stökk guðrún fram og fattaði að við höfðum sofi í 3-4 tíma með pizzu í ofninum, ég opnaði ofninn og sá kolsvarta pepperoni pizzu(ekki skrítið að ég sá hana ekki) og fann viðbjóðslega bruna lykt, þá tókum við eftir því að íbúðin var full af reyk. Ekki kolsvörtu reyk heldur einhverjum illsjáanlegri reyk. Við gistum hjá foreldrum Guðrúnar næstu tvær nætur, því ekki var hægt að sofa í þeirri brunalykt sem var í íbúðinni og kuldanum sem stafaði af því að allir gluggar voru opnir. Komust þó að því að rafhlaðan í reykskynjaranum var alveg tóm, ekki alslæmt því hann verður að vera í lagi.

Annað Mál
Ég vann boðsmiða fyrir tvo á 100% Dynamite á Nasa föstudaginn 28.apríl, af póstlista breakbeat.is. Ákvað ég að góð vinur minn og lagalegur ráðgjafi hann Ágúst Karl skyldi fá þann heiður að koma með mér á Nasa. Ágúst kallaði til Einar "straum" til að fylgja okkur sem siðgæðisvörður, ekki veitir af því á skemmtistöðum borgarinnar. Ég skyldi að 100% Dynamite væri Jazz, Soul, Funk, Reggae og hip-hop bræðingur, á þeim klukkutíma sem við vorum á Nasa, þá heyrði ég eintómt reggae/dub og hip-hop bræðing. Hvar var Jazz-ið ? eða Funk-ið ? eða Sálin ? Ekki veit ég það en það var allavegan ekki á Nasa. Er samt ekki að dissa 100% Dynamite, bjóst bara við fjölbreyttari tónlist. Svo fórum við á Hressó->Kofann->Ellefuna->Celtic, enginn rífandi stemmari í bænum. Guðrúna var búin að ná í skottið á mér á þessum tíma punkti og ákváðum við að fá far með Ágústi og því var 101 yfirgefinn.

Svo er maður á fullu í skólanum að klára öll þau lokaverkefni sem eru eftir, á núna eftir lokaverkefni í kvikmyndagerð og þrívídd. Ég er búinn að setja upp Portfolio síðu á www.fusedesign.net endilega kíkja á hana. Og áður en fólk fer að kvarta þá er ég að vinna í því að breyta spilaranum á síðunni þannig að hann byrjar ekki strax að spila.

kv.
Mr.T

Monday, April 10, 2006

ný íbúð, gin og allt það.

Jæja þá er maður svo gott sem fluttur. Við Guðrún eigum samt eftir að ganga frá gömlu íbúðinni og taka eitthvað smá drasl annars er allt komið á nýja staðinn. Páskafríið er komið, samt lítið frí þar sem maður verður að klára heilan helling af verkefnum um páskana fyrir skólann. Svo er Árshátíð Margmiðlunarskólans á miðvikudaginn og þá þarf maður að taka á því. Búið að leigja sal, Dj, og mat + bjór, ekki slæmt það.

Fór á Breakbeat.is kvöld seinasta fimmtudag, þar komu fram Mars, Dj Code og Dj Clever, þetta var þrusugott kvöld. Ég dansaði í tvo tíma og drakk tvo bjóra. Fullt af góðu D´n´B var pumpað í gegnum kerfið á Pravda og fór ég sáttur heim. Annað mál með daginn eftir, var mega þreyttur og með hausverk. Mér leið eins og ég hefði drukkið tólf bjóra kvöldið áður. Svo á föstudaginn fór ég og Guðrún í prófloka partý hjá bekknum hennar, þar drakk ég 3 bjóra og pela af gin í tonik. GUÐ BLESSI GIN! Daginn eftir átti ég að mæta í vinnu kl 10 og ég fann ekki fyrir þynnku, ekki baun. Og ég sver að ég hefði geta dottið í það á laugardaginn en skynsemin sagði nei. Og ég var víst ekki sá eini sem lét skynsemina ráða um helgina. Hann Fannar datt ekki í það þessa helgi, já Fannar datt ekki í það þessa helgi!!. Þar hefur hann klúðrar heimsmets tilraun sinni í flestum fyllerís helgum í röð. Guinness verður víst að bíða. Það kvíslaði að mér lítill fugl að hann hafi verið kominn í 48 helgar í röð, en ég sel það ekki dýrara en ég keypti það.

Aftur að flutningum, ég vil þakka þeim sem lögðu hönd á plóga í gær, við að flytja stash-ið okkar Guðrúnar. Þegar við vöknuðum í gær, þá vorum við ekki byrjuð að pakka og svo um tíu leytið í gærkvöldi þá var þetta 95% komið, ekki slæmt á einum degi.

later!

Thursday, February 23, 2006

Monthly newsletter

Mánaðarleg færsla!
Jæja, allt að gerast. Nóg að gera í skólanum, kynningarmyndband fyrir Iðnskólan fyrir sýninguna Verk og Vit, handritsgerð og eftirvinnsla og fleira skemmtilegt.

Ég og Guðrún fórum á Höfn í Hornafirði seinnustu helgi, pössuðum frændsystkini Guðrúnar og borðuðum ansi mikið nammi og drasl mat.!! En núna er maður mættur tvíefldur í heilbrigðari lífstíl. Keypti mér lénið fusedesign.net og er að vinna í portfolio síðu sem kemur upp vonandi fljótlega(lesist sem 1-3mán). Allavegana er mp3 spilarinn fyrir síðuna 90% klár og útlitið næstum komið á hreint.

Setti eina mynd fyrir Rúnar Þór á netið....því miður er þetta ekki kassi en þú verður samt ekki fyrir vonbrigðum.
Until next time.....

Wednesday, January 25, 2006

Pendulum

Fór á Árslistakvöld breakbeat.is á föstudaginn seinasta, algjörlega klikkað kvöld og án efa eitt af bestu klúbbakvöldum sem ég hef farið á! Og ekki skemmdi að Dj Gunni spilaði eitt lag eftir mig. En annað mál sem smá skemmdi stemmarann var að eigandi staðarins var ekki sátt við hversu hátt var stillt, og lækkaði hún í miðju setti hjá Pendulum!! Ég sá dansgólfið bara tæmast á þeim tíma punkti. Hitti líka Jonna og frú, jonni er snillingur!

Af skólanum af frétta þá tókum við upp stuttmynd um daginn sem er verið að leggja lokahönd á og ætla ég að reyna að setja hana hér upp fyrir ykkur. Og svo er 3d módel-inginn á fullu.....ég kann að búa til kassa!:P

Þarf að hlaupa til að ná strætó...........................

Tuesday, January 10, 2006

Íslensku dýrin

Jæja þá er maður byrjaður í skólanum! Stundataflan er allt í lagi fyrir utan að ég fékk enga vefforritun inn í hana og ég ætla mér að breyta því!!!
Annars aðalástæðan fyrir því að ég rita þessi orð er sú að ég hef sett lokaverkefni R.O.T group á netið...... og það virkar núna! :P
Verið þolinmóð, skráin er um 20mb, notendur þurfa helst að hafa upplausn hærri en 1024x768, ef þeir eru með minni upplausn en þetta þá sjá þeir ekki allt verkefnið og fá leiðinda scroll-bar. Þetta er gert af tæknilegum ástæðum og sáum við okkur í R.O.T group ekki fært að breytta þessu nema með miklum tilkostnaði og vinnu....eða eitthvað..
Lokaverkefni
jæja er farinn..........