Thursday, November 18, 2004

Bara -12° frost á klakanum

Helvítis andskotans tussu frost! eins og maður segir á góðri íslensku. Að bíða eftir strætó í 5-10 mínútur er algjört helvíti en ég þurfti að gera það tvisvar í dag og þar afleiðandi er mér búið að vera kalt á tánum í allan dag. Strigaskórni ekki að gera við þessar aðstæður. En það góða við þetta frost er að snjórinn helst fram yfir helgi! Eða það heldur veðurstofan, ekki alltaf hægt að trúa þeim, en ég vona. Er búin að vera fastur gestur á www.skidasvaedi.is þessa vikuna, er að vonast að ég geti nú notað snjóbrettið sem ég keypti fyrir ári(eða tveim). Það hefur verið notað max 6 sinnum. Og eftir að maður verður kominn til Danaveldis þá minnkar ábyggilega notkuninn, ekki mörg fjöll þar! Ekki nema maður skjótist til Noregs eða bara til Alpana! Það eru væntalega engin skíðasvæði í Hollandi, Gossi ? :)

Prófin byrja eftir rúma viku, fer þó "bara" í þrjú próf, sálfræði og íslensku, sem verða erfið og svo dönsku sem ég held að maður fari nú létt með.

Er búin að breytta comment kerfinu þannig að allir geta comment-að!

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Þið verðið að velja "post anonymous" til að pósta commenti........asnalegt að get ekki sett nafið með, nema náttúrulega hér.
kv. Tjörvi

6:30 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ég held að þú þurfir bara að fá þér almennilegt commentakerfi! Sérstaklega ef þú ert sonur satans!
Kv. Ásta

11:35 PM  

Post a Comment

<< Home