Saturday, January 29, 2005

Tyskland og den billige øl og Pepsi

Sunnudagur 23.jan
Ég var mjög þunnur!
Mánudagur 24.jan
Svaf út! Ætlaði að skrá mig inn í landið, en komst að því að danir vinna bara hálfan vinnudag, ef þeir ná því. Algengur lokunartími hjá skrifstofum er milli kl 12-13, þannig ef maður ákveður að sofa út þá er ómögulegt að reyna ná þeim. Við Guðrún náðum þó að komast í eitt tryggingarfélagið og fengum eyðublöð til að tryggja okkur , sem er ekki vitlaust því ég hef heyrt að það séu um 28 innbrot í Óðinsvé á hverri nóttu. Um kvöldið var þorrablótsfundur.
Þriðjudagur 25.jan
Svaf út! Tókum svo annað herbergið í gegn sem var eiginlega orðin kassa geymsla en er orðið hið glæsilegasta vinnuherbergi/gestaherbergi svo um kvöldið var spilað pictionary ásamt Berglindi "spilafíkli" :) , en það hefur eiginlega orðið að venju hjá okkur, við erum búin að breyta reglunum þannig að við getum verið 3 að spila í 3 liðum :) Eitt skemmtilegt við að búa hér í danmörku er Ísbíllinn!!! Við vorum að spila þegar ég heyrði einhverja símhringingu, að ég hélt, en Guðrún stökk upp og hrópaði "ísbíllinn!!!" ég hélt að þetta væri eitthvað djók, en svo var ekki. Gerðum hlé á spilamennskunni og fórum og keyptum okkur fullt af ís, sem var allur kláraður :) nammi namm!
Miðvikudagur 26.jan
Svaf út! Fórum með öll eyðublöðin til tryggingarfélagsins og erum því tryggð ef einhver myndi nú tæma íbúðina okkar. Skoðuð svo bílaleigur að leita að bestu tilboðunum. Berglind bauð svo okkur í köku, mjög lúffenga sjónvarpsköku og ég gat endurnýjað kynni mín af Grand Theft Auto Vice City, og svo var auðvitað spilað pictionary!
Fimmtudagur 27.jan
Svaf út! Fórum ekkert en Guðrún bakaði heil ósköp þennan dag. Ávaxtaböku, rjómatertu, fyllt brauð og skinkuhorn. Við þrifum líka heil ósköp, þó var Guðrún duglegri. Ég fór á mína aðra æfingu hjá íslenska karlakórinum hér á kollegí-inu, kom heim og þá var Guðrún búin að baka pizzu og smá meira brauð úr afgangsdeigi frá því fyrr um daginn.
Föstudagurinn 28.jan
Svaf EKKI út! Vöknuðum "eldsnemma" eða klukkan 8:30 fórum að sækja bílaleigubílinn sem við vorum búin að panta. Þetta var einhver cheap bílaleiga, og þeir voru ekki með neinar myndir á heimasíðunni þannig við vissum ekkert hvað við vorum að fá. Mættum á svæðið og fengum hjartastopp, þarna voru tveir bílar sem litu báðir jafn illa út, eldgamlir og annar var mað slatta af einhverju auglýsingum frá bifvélaverkstæðinu! já þessi bílaleiga var verkstæði. Við vorum næstum búin að hætta við áður en við fórum inn, en að lokum ákváðum við að taka "stórglæsilegan" Opel Kadett árgerð ´89 með stórum auglýsingum á sitthvorri hliðinni. Þessi bíll mætti nú alveg fara í "Pimp My Ride". Fórum til Þýskalands og buðum Berglindi með. Við villtumst aðeins því við misstum af einni beygju þegar við vorum að spila "Frúin í hamborg" eða "Geta manninn" og eins og þeir vita sem hafa keyrt á þýsku hraðbrautunum er ekki auðvelt að snúa við. Fórum því smá rúnt í Flensburg og fórum í eina verslunarmiðstöð þar. En komumst þó að lokum þanngað sem við ætluðum, dönsku verslununum sem eru í Harrislee á dönsku og þýsku landamærunum. Þar var verslað FULLT af Pepsi, léttvíni og Vodka og öðru áfengu.Maður þarf að birgja sig upp fyrir komu Andra Þórs og Arnars Snæs. :) Sem koma kvennmannslausir þrátt fyrir móttmæli Guðrúnar, ekki það að hún elski ekki að umgangast karlmenn :) En þetta var "skít billigt", (12 kassar af gosi, 18 flöskur af léttvíni, 6 flöskur af sterku víni ásamt smá fleiru á ca. 10.000 ísl. kr. En sökum mikilar þreytu var farið að sofa snemma og sofið heila 12 tíma!! Ekki það að maður hafi ekki sofið nóg í vikunni :)

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

cheap is good..

11:53 PM  

Post a Comment

<< Home