Saturday, January 01, 2005

Gleðilegt nýtt ár!

Datt í það í gær, eins og 90% íslensku þjóðarinnar. Það var farið í fjölskylduboð hjá frænku Guðrúnar, þar var troðið í sig kalkún og konfekti. Skaupið fór fram úr mínum væntingum og var bara frekar fyndið, verst hvað Jón Gnarr og Sveppi voru í litlum og leiðinlegum hlutverkum. Vildi og bjóst við að þeir fengu stærra hlutverk. Eftir skaupið var manni ekki til setunar boðið og drykkjan hófst fyrir alvöru, tekið var í kassagítarinn við góðar undirtektir. Ég og Guðrún fórum svo til Róberts í partý, sem var dálítið skrítið partý. Þegar við mættum þá voru Róbert og Kjartan Írski í gufunni kl 4 um nótt, tveir einir. Þeir reyndu að freista mín og fá mig með í einhverja sódómska syndaveislu í gufunni en ég stóðst þá "freistingu". Eftir það var farið til Fannars í þrusugott SingStar partý og eftir nokkur lög var ég búin að hækka mig úr Tone Def í Amatuer, ekki slæmt! Eða jú frekar slæmt. Flestir voru mættir til Fannars, Gústi, Gossi, Einar og Helga, var reyndar að spá hvar Gunni væri þetta kvöld en það var frábært að hitta Sigga, Bjarka Ström og Ásgeir, ekki búin að sjá þá í þónokkuð langan tíma.
Núna þarf maður fara að spá í því að pakka niður, er engan veginn að nenna því.

En þetta ár held ég að verði mjög gott í danmörk.

1 Comments:

Blogger Tjörvi said...

Fixed!

2:18 PM  

Post a Comment

<< Home