Sunday, January 16, 2005

Kominn til Danmerkur!

Þá er maður fluttur út, skólinn byrjar ekki fyrr en 1. febrúar þannig maður hefur smá tíma til að koma sér fyrir og taka upp úr kössunum þ.e.a.s ef þeir koma fyrir 1.febrúar. Það er nefninlega ekki alltaf hægt að treysta íslensku póst þjónustunni, þeir misstu sinn besta mann núna í september og eru víst enn að reyna fylla það skarð sem við það myndaðist.

Bjórkvöld Dominos

Á fimmtudaginn fórum við Guðrún á bjórkvöld hjá Dominos, þetta var seinasta kvöldið á Íslandi og því upplagt að kveðja liðið. Það var frír bjór í boði en hann entist stutt ég náði bara einum fríum og Fannar held ég bara tveim og hann var sko ekki sáttur við það, hótanir um uppsagnir hjá Fannari vegna bjórskorts dóu fljótlega þegar fréttist að annar kútur var nú í boði og fór hann jafnfljót og hinn þannig ég náði bara einum í viðbót. En fékk samt einn hjá Heimi og annan hjá Rúnari þannig þetta rétt reddaðist :) Við kvöddum og ég held að ég hafi séð nokkur tár þarna hjá Arnari Bjarka :) Stoppað var á leiðinni heim á BSÍ Rúnar sem fór með fékk sér litla snæðing og við Guðrún sitthvora pylsuna. Þessi matur var alltof dýr og svo fékk Guðrún strax í magann og ég morguninn eftir. Damn BSÍ shit food!!!

Ferðalagið

Flugið mitt átti að fara kl 07:30 og vélin hennar Guðrúnar kl 08:00, en viti menn það var fjögurra tíma seinkun á fluginu mínu þannig hún fór ekki fyrr en kl 11:30, vei gaman! eða þannig. En það var kannski ágætt því BSÍ pylsan olli magaverk og því fór ég þrisvar sinnum á klósettið á þessum fjórum tímum sem ég þurfti að bíða eftir fluginu, ég hefi ekki viljað vera sá sem myndi sitja nálægt klósettunum í flugvélinni ef flugið hefði farið á réttum tíma. En ég og Guðrún fengum okkur morgunmat í Leifstöð og um 10 mín. eftir flugið hennar fór heyrði ég í hátalarakerfinu að "vegna seinkunar á flugi Iceland Express mun farþegum vera boðið upp á morgun mat í biðsal kl 09:00" Ég var núbúin að borða og en illt í maganum eftir pylsuna en auðvitað fór ég og hamstraði mat fyrir flugið. Guðrún beið því í Köben eftir mér því við vorum með svo ótrúlega mikið af töskum að það var mjög erfitt að vera að dröslast með þetta í sitthvoru lagi. En ég svaf næstum allt flugið og því voru þessir þrír tímar fljótir að líða. Ég hitti Guðrúnu á Hovedbanegard og tókum við lestina til Odense. Það var ógeðslega gott að koma HEIM, geðveikt þreyttur og að drepast í öxlunum og bakinu eftir tösku burð allan daginn.

Tókum mynd af öllum farangrinum þegar heim var komið


Eins og fólk sér þá var þetta ansi mikil byrði :)

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Maður trúir nú ekki hverju sem er...þú bakveiki maðurinn að bera allar þessartöskur!!??? En það er nú gott að þið komust á áfangastað. við hringjumst svo bara á í Skype-inu. Kveðja Ása

10:58 PM  

Post a Comment

<< Home