Wednesday, March 02, 2005

Nei þetta gengur ekki!

Ég er ekki búin að blogga í tvær vikur, hef eiginlega ekkert nennt því. En núna bætir maður upp syndir sínar.
Arnar Snær og Andri Þór komu í heimsókn 17.feb. komu færandi hendi með ískalda Dominos Extra pizzu í tilefni af Megaviku Dominos á Íslandi og einn fleyg af íslensku brennivíni

+ slatta af fötum sem ég og Guðrún skyldum eftir á íslandi vegna yfirvigtar þegar maður var á leið út. Og að sjálfsögðu farið farið á barinn á fimmtudag og föstudag. Frábært að fá þá í heimsókn, þeir yfirgáfu okkur Guðrúnu á laugadeginum og héldu til Kaupmannahafnar.

Um tíu mínútum eftir að þeir lögðu af stað ákváðum við Guðrún að skella okkur líka til Köben og koma gaurunum á óvart. Við pöntuðum hótel, pökkuðum niður og drifum okkur af stað og tókum lestina 1 tíma eftir þeim. Svo kom í ljós að við vorum á hóteli í sömu götu þeir :) Istegade! skemmtilegast gatan í Köben :) Fórum á Sam Kareoke Bar á strikinu, og sáum mesta saman safn af furðufulgum sem ég hef séð lengi. Shit! :) Fórum svo á smá rölt og komum við á Scotthis Pub á ráðhústorginu, vorum ekki laengi þar inn, ekki vegna lélegrar stemmningar, heldur útaf því að það kveiknaði í place-inu!

Einhver kelling var búin að vera skamma Andra greyið fyrir að vera að fikta með sígarettu í öskubakkanum og gera einhverja brunnalykt við hunsuðum hana, en eftir um 5 mín var allt að fyllast af reyk og allir að koma sér út. Slökkviliði mæti á staðinn og Löggan á no time, maður var ekki búin að standa þarna fyrir utan lengi þegar löggan var farin að berja á einhverjum gaur sem var að trufla slökkvistarf og hentu honum eitthvað í burtu, en þessi gaur var ótrúlegur löggan var nýbúin að snúa við honum baki þegar hann var búin að koma sér í önnur slagsmál og vorum gaurarnir snúnir niður og handjárnaðir! Gaman að fá smá action þegar fer á djammið.!

Við fórum svo að versla pínu á sunnudeginum og tókum lestina heim, en ekki eftir að hafa pantað eina ljúfenga Dominos pizzu upp á hótel :D

Svo þegar heim var komið var slakað á og kominn í vetrar frí!! Yes! Svaf út næstum alla vikuna og gerði ansi lítið....sem var drullufínt! :) Bjó ýmsar hugmyndir að heimasíðum, fáið link þegar hún verður tilbúin. Á föstudeginum 25.feb var smá karlakvöld hér á Rask-num, byrjað var á að fara í Gufu og gúlpaðir nokkrir bjórar, svo var farið og spilað póker fram eftir hjá Ara kokk, eftir að Ágúst hafði hrifsað allan peningana fórum við á barinn eins og oftast.
Á laugardeginum var svo farið upp til Horsens að "vinna" á þorrablóti Íslendingafélagsins í Horsens. Það var nú bara helvíti gaman frítt að drekka allan tíman og svo gat maður nælt sér í flatkökur með hangikjöti, ekki slæmt það. Ég og Berglind tókum reyndar að okkur að vaska upp eftir borðhaldið (120 manns) en maður var í stemmningu og ég gæti þess að verða aldrei of þurr. :)
En núna er maður aftur kominn í skólan að rembast við dönskuna.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home