Sunday, June 05, 2005

Dos semanas !

Ca. tvær vikur þanngað til aðal kallinn mætir á klakann!
Þá er maður búin að skila öðru annarverkefninu og er munnlegi flutningurinn núna á þriðjudaginn, ég er viss um að núna mun ég ekki stama eins mikið og seinnast :)
Eitt sem ég gleymdi í seinnustu færslu var að ég fór með bekknum til Aarhus í listasafnið þar, mjög gaman að sjá Marilyn Monroe eftir Andy Warhol,

sá líka heilan hest í ca. 40 krukkum, ekki geðslegt en þetta er víst list. En svo voru video listaverk eftir Bill Viola sem voru mjög kúl og súr. Einng var "Boy" listaverkið á staðnum en það er 5 metra hár skúlptúr af strák og mjög raunverulegur, minnti samt smá á Gollum úr Lord of the Rings. :)

Úr verki eftir Bill Viola

Big Boy! :)
En um seinnustu helgi var alveg bongó blíða hér í Danmörku, föstudagruinn var tekin með trompi á fredagsbarnum hjá Guðrúnu, sem var úti í sólinni með live tónlist og grillaðar pylsur seldar á staðnum pottþétt sumar stemmning. Daginn eftir var leigður bíl og ákveðið að skella sér niður á ströndina í Kerteminde, sem er um 20 km frá Odense. Sævar og Orri komu með og rústaði ég öllu liðinu í MiniGolfi! Svo var farið smá hring um Fjón Nyborg, Sundeborg og svo til Ringe þar sem var Tívolí og karnival stemmning. Ég og Guðrún fórum í eitt tæki og greyið Guðrúnu varð svo flökurt að hún átti erfitt með að keyra aftur til Odense. Súper helgi!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home