Monday, March 14, 2005

fredagsbarinn!

Seinnasta föstudag fór ég til Guðrúnar eftir skóla, hún var upp í skóla hjá sér að klára eitthvað verkefni. Ég ætlaði að fara á kontor-ið á kollegíinu og ná í pakkann frá Dj.Gunna og svo klára eitt verkefni sem ég hafði trassað í vikunni, en þá Guðrún með þá þrælgóðu hugmynd að fara á fredagsbarinn :) Það var drifið sig í Super-Brugsen keypt kippa af Odense Pilsner og Breezer,og líka spilastokk, eitthvað varð maður að drekka og hafa að gera áður en barinn opnaði. kl 15:00 :) eftir nokkra góða "gúlp-ara" var maður orðin svangur. Við pöntuðum pizzu frá einhverri pizza búllunni, þetta var nú meiri skítapizzan en auðvitað kláraði maður hana á græðginni :P Guðrúnu varð strax illt í maganum þannig við fórum heim um hálf tíu. Skondið hvernig bjór breyttir öllum áætlunum hjá manni !
Svo á laugadagin komu Berglind og Óli Raskbúar í smá pictonary og bjór, svo var farið til Ara og þar var drukkið meira af bjór, kvöldið endaði á "The Hot Chick"
Sunnudagurinn fór í að klára þetta blessaða verkefni. Um kvöldið komu Berglind og Óli, Raskbúar í experimental kjúklingarétt, sem heppnaðist betur en maður hafði vonað! nammi namm.
En í dag fór á mínútunni sem kontor-ið opnaði og náði í pakkan frá Gunna kallinum, 2 Drum and Bass mix, eitt groovy/disco house mix, gömul lög sem ég samdi einhver tímann fyrir löngu, Dj Andy Smith mix og meira eyrnagóðgæti! :D Tusund tak Gunni!!!!
Það var frí í skólanum í dag því kennarinn var veikur, sem þýðir að ég mæti bara tvo daga í skólann þessa vikunna og svo er páskafrí í næstu viku! yeah!

kv.
Mr.T

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Yo, þú minnist ekkert á að þú talar stundum við mig á msn?

hmm...

12:44 AM  

Post a Comment

<< Home