Sunday, February 13, 2005

Long time no blog!

Það er orðið ansi langt síðan ég hef skrifað eitthvað hér. Maður er byrjaður í skólanum, gengur fínt. Tölvutímarnir eru nú auðveldari en umræðutímarnir, ég held að ég skilji um 20-30 % af því sem er sagt í þeim, en maður fer að skilja smátt og smátt. (Vonandi!!!) :)Það var Rustur(bekkjarferð einhverskonar) núna á miðvikudaginn, fórum á sveitasetur nyrst á Fjóni og þar var farið í ýmsa leiki og Tekken Tag Tournament, sem ég reyndar missti af því ég sofnaði um daginn. :( En svo á fimmtudagskvöldið var sko tekið á því átta GaJol skot flöskur voru dregnar fram tugir kassar af bjór og slatti af vodka! PARTY! Kallinn að sjálfsögðu missti sig í gleðinni J Skotin urðu alltof mörg og var ég farinn að sofa um half eitt. Svo átti ég að hjálpa með morgunmatinn á föstudagsmorguninn, úff!! Ég gerði allt sem ég gat, sem var nú ekki mikið vegna gríðarlegra timburmanna. Rútu ferðin heim var algjör viðbjóður, en ég lifði það af “slysa”laust :) Ég náði að leggja mig í klukkutíma og þá fórum við Guðrún að hjálpa við undirbúning á Þorrablóti Íslendingafélagsins í Óðinsvé, þar fékk ég að að setja upp hljóðkerfið og svo var æft stíft skemmtiatriði þar sem ég spilaði á gítar fram eftir kveldi, og svo kláraði ég að mixa saman nokkur íslensk Eurovision lög fyrir eitt skemmtiatriði, þannig að það var nóg að gera þennan þynnku föstudag og ansi var gott að fara að sofa um kvöldið. :) Svo var það Þorrablótið á laugardagskvöldið þar var borðaður þorramatur, en sumt snerti maður ekki!! J en á boðstólunum var líka íslenskt lambakjöt með ”de hele”! Mjög gott! Skemmtiatriðin tókust vel og var karlakórinn klappaður upp!! :) Það var rosalega stemmning á ballinu sem var á eftir matnum og skemmtiatriðinum. Sumir urðu þó drukknari en aðrir! :)