Wednesday, June 22, 2005

The journey begins!

Jæja þá legg ég af stað eftir 4-5 tíma til Íslandsins góða. Tók portfolio prófið í gær og fékk 10 er mjög sáttur, þar sem ég bjóst ekki við að fá meira en 8. En ég veit ekki hvert meðaltalið er í bekknum þannig ég veit ekki hvort ég sé yfir meðallagi.
Annars er ég búin að vera að þrífa í allan dag og pakka niður, náði í eina gamla þvottavél sem mér og Guðrúnu var gefið, og fór með þvott.......sem er að minna mig á það að ég er að gleyma honum niðri þvotta húsi. Er nú næstum búin með allt sem ég ætlaði að gera/þrífa.

sjáumst á íslandi!!

Saturday, June 18, 2005

Schools out!

Jæja síðasti kennsludagur var núna á fiMmtudaginn, og svo er Portfolio prófið á þriðjudAginn og á Miðvikudaginn mættir kAllinn á klakann!!!

En hvernig eytti ég þjóðhátíðardegi okkar íSlendinga? jú auðviTað í skólAnum, var mættur kl 9 og stuttu síðar hringdi Guðrún í mig að segja mér að hún væri ný kominn heim af djamminu og hún hefði fengið Mamas TaCos ásamt Gústa,Fannari, Einari Og Helgu, úfff hvað mig langaði í Burrito m/kjúklingi og Sterkri salsa sósu....mmmhhhhh nammi namm. Ég hékk í skólanum til hálf 5 fór heim, og hélt áfram að klára Portfolio-ið. Óli Bilka bakari kom svo með ekta íslenskan snúð handa mér þegar hann fékk lánaðar teskeiðar. Geggjað að fá íslenskan snúð! Ég kláraði portfolio-ið um korter í 12, en síðasti séns var til 12. Þá ákvað ég að elda kvöldmat/miðnæturmat. Eldaði mér sindsyg sterkar BURRITO!! Ekki nálægt því að vera Mamas Tacos stuff en samt smá sárabætur fyrir að hafa missta af 16.júní djammi og Mamas Tacos.

Hlakkar til að koma til íslands!!!

Sunday, June 05, 2005

Dos semanas !

Ca. tvær vikur þanngað til aðal kallinn mætir á klakann!
Þá er maður búin að skila öðru annarverkefninu og er munnlegi flutningurinn núna á þriðjudaginn, ég er viss um að núna mun ég ekki stama eins mikið og seinnast :)
Eitt sem ég gleymdi í seinnustu færslu var að ég fór með bekknum til Aarhus í listasafnið þar, mjög gaman að sjá Marilyn Monroe eftir Andy Warhol,

sá líka heilan hest í ca. 40 krukkum, ekki geðslegt en þetta er víst list. En svo voru video listaverk eftir Bill Viola sem voru mjög kúl og súr. Einng var "Boy" listaverkið á staðnum en það er 5 metra hár skúlptúr af strák og mjög raunverulegur, minnti samt smá á Gollum úr Lord of the Rings. :)

Úr verki eftir Bill Viola

Big Boy! :)
En um seinnustu helgi var alveg bongó blíða hér í Danmörku, föstudagruinn var tekin með trompi á fredagsbarnum hjá Guðrúnu, sem var úti í sólinni með live tónlist og grillaðar pylsur seldar á staðnum pottþétt sumar stemmning. Daginn eftir var leigður bíl og ákveðið að skella sér niður á ströndina í Kerteminde, sem er um 20 km frá Odense. Sævar og Orri komu með og rústaði ég öllu liðinu í MiniGolfi! Svo var farið smá hring um Fjón Nyborg, Sundeborg og svo til Ringe þar sem var Tívolí og karnival stemmning. Ég og Guðrún fórum í eitt tæki og greyið Guðrúnu varð svo flökurt að hún átti erfitt með að keyra aftur til Odense. Súper helgi!